Um vísindasjóð FF og FS

Vísindasjóður er sjálfstæður lögaðili sem starfar á grundvelli 22. gr. laga Félags framhaldsskólakennara (FF) og skv. reglum Vísindasjóðs. Sjóðfélagar eru félagsmenn í FF og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og hefur sjóðurinn það hlutverk að stuðla að símenntun sjóðfélaga og annast úthlutun styrkja samkvæmt nánari úthlutunarreglum. Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum sem kjörnir eru á aðalfundum FF og FS. Tekjur sjóðsins eru kjarasamningsbundin iðgjöld, nú 1,72% af dagvinnulaunum félagsmanna FF og FS, auk vaxta af innstæðum í banka. Kennarasamband Íslands annaðist afgreiðslu, bókhald og fjárreiður sjóðsins um árabil og allt fram til október 2011.

 

Fréttir